Ljóð Steins Steinarr...... sem höfðar mikið til mín

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá,
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.

Ljóð Steins eru öll frábær.......... svo skrítið sem það er á ég ekki bók eftir hann.

Mikið langar mér vestur í djúp núna............. í friðin frá öllu þessu vesinni í sem er í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Innlitskvitt

Þorsteinn Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 02:28

2 identicon

Það er stefnt að því að upplifa friðinn þessa helgina

Freyja (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:45

3 identicon

Góð hugvekja.

Ekki er hægt að lesa neitt - eða heyra neitt flutt - eftir Stein, án þess að staldra við í huganum og hugsa.

Eigum við að lofa hvort öðru því að fyrir næstu áramót eigum við - hvort fyrir sig - eina bók með ljóðunum hans, og höfum lesið hana líka?

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband