Ætlaði að eiga leti dag

Það er alltaf sona þegar maður ætlar að vera latur.... þá get ég ekki setið kjurr,

Mér tókst nú samt að sofa til hádegis dugleg ég..... en svo byrjaði ég á að setja í eina þvottvél, tók til í eldhúsinu þreif ofninn, lét í aðra þvottavél, bakaði vöfflur, þreif gluggana að utan og skellti svo í enn eina þvottavélina og marineraði kjúllan og nú er hann kominn í ofninn og ég sest niður með herbalife tebolla og kveikti á kertum.

Afhverju kemur svona ofurkraftur í mann þegar maður er búinn að plana að slappa af......

Ég var svo heppinn að vinna tvo miða á Janis 27 í óperunni....í netleik euro.is  og ég bauð vinkonu minni með mér í leikshús á föstudagskvöldið, við skelltum okkur út að borða áður á Vegmót ég hafði aldrei komið þangað áður.... ég fékk mér pasta með sjávarfangi namm það var gott.... Janis 27 er frábært verk og fara Bryndís Ásmunds og Ilmur frábærlega með sín hlutverk. Gaman að fara í svona skemmtilega bæjarferð.. 

Í gær fór ég svo í afmæli lítill vinur minn átti afmæli........ og auðvita borðaði ég á mig gat, það er alltaf svo glæsilegar veitingar hjá henni vinkonu minni.... fékk svo aðeins að finna fyrir því í gærkveldi sumt má ég ekki borða það er greinilegt. 

Já loksins er hann geiri minn farinn að tjá sig hefði mátt byrja á því fyrr þessi elska. 

Best að sinna matargerðinni Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

 datt hér inn á síðuna þína (var að hugsa um að gefa þér heimilisfangið hjá mér - vantar einhvern til að þvo og þrífa), sá svo að þú fórst í gallblöðrutöku fyrir 10 dögum - þú ert aldeilis fljót að jafna þig.

Sigrún Óskars, 9.11.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Líney

knús  á þig nágranni,gott að heyra  að heilsan   fer batnandi

Líney, 9.11.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband