Kvef og meira kvef

Nú er ég að slást við kvefpestina, með tilheyrandi penselíni og mixtúrum..... því ég ætla mér að vera orðin góð á föstudaginn, því þá er stefnan tekin á Hornafjörð .... Humarhátíð hér ég kem. Hef aldrei farið en alltaf langað. HeartVið systurnar ætlum að reyna að vera í samfloti, hún á sko engan smá húsbíl. En ég og sonur minn verðum í litlu fínu tjaldi, bara gaman................. svo ætlum við að halda áfram til Egilsstaða og tjalda í Atlavík, vera þar jafnvel í nokkra daga................ svo munum við halda áfram út í óvissuna............. skoða fallega landið okkar sem er svo yndislegt. Svo munum við enda í Ísafjarðardjúpi það er sko fallegasti staður á landinu.

Jæja það víst best að halda áfram að láta sér batna með flýti,

adios Wink

Ps: óska eftir frábæru veðri á leiðinni  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður sko gaman hjá þér, vildi að ég væri að fara á humarhátíðina,
ef þú hittir hana Róslín bloggvinu mína þá máttu skila kveðju,
hún verður með ljósmyndasýningu á Byggðasafninu held ég.
svo kveðjur í djúpið og ef þú kemur við á Húsavík þá á ég heima á Stórhól 51. og ég bít ekki.
Knús á þig og góða ferð.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:36

2 identicon

Vona að þú sért búin að losa þig við ullabjakkið, góða ferð Vilborg mín og hafðu það gott.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband