Kominn heim í heiðardalinn.

Nú er ég búinn að fara hringinn, og auðvita prófaði ég sundlaugar landsins. Og verð að segja að sundlaugamál landsins eru að komast í gott horf. Ég er lífskúnstner sama sem öryrki..... vinstri fóturinn minn hefur sjálfstæðan vilja og ég komst að því að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri, laugin á Egilsstöðum og sundlaug Akureyrar eru komnar með frábært aðgengi fyrir aumingja eins og mig Happy Ég fór af stað frá Sandgerði með tjaldið í skotinu og margt fleira...... hélt mig vera svo svakalega góða í skrokknum að ég gæti auðveldlega sofið í tjaldi en komst að því að tjald er ekki fyrir aumingja eins og mig. Svo ég kannaði hvort við öryrkjar fengjum nú ekki afslátt á gistingum í svefnpokaplássi ÓNEI við skulum sko bara borga fullt verð... TAKK FYRIR og fyrir mig sem er með 132 þús. á mánuði er lítið val....... í tjaldið skildi fara. Og sonur minn þurfti að standa í því að toga mömmu sína upp.  Og við öryrkjar höfum ekki einu sinni aðgang að sumarbústöðum....... við eigum bara að hanga heima hjá okkur og bora í nefið......

Mér langar í frí eins og öllum öðrum íslendingum.

Svo vantar mig nýtt bak, haus og fót, sko vinstri.

Hausinn minn ruglar stundum........ um daginn hélt sonur minn að ég væri komin með alsheimer eins og amma mín...... gæti verið. En líklegri skýring er að ég fékk rosalegt höfuð högg þegar ég lenti í Bílslysinu 1990. Rekja má margt til þess, þar sem ég rugla hreinlega stundum og geri hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug fyrir slys....... og þá langar mig virkilega að kála mér. Crying

Kveðja Lífskúnstnerinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Já góða mín, live is a bitch, kær kveðja frá stóru systur

Helga Auðunsdóttir, 17.7.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vina mín sko fyrir það fyrsta ertu engin aumingi, örugglega ertu alveg frábær stelpa, Silla segir það og ekki lýgur hún
Uss aldrei gæti ég farið í tjald næðist ekki á lappirnar aftur, mundi frekar sofa í bílnum.
Eitt er það sem þarf að leiðrétta það er að við fjöryrkjarnir fáum rétt til að fá sumarhús.
Þeir rugla nú líka sem hafa ekkert höfuðhöggið fengið.
Knús til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Takk Milla mín,

Hvar get ég nálgast upplýsingar um þennan bústað........... ætla sko að panta hann næsta sumar. 

En veistu Milla mín........... mitt rugl er rugl sem engum örðum dettur í hug að gera.

Takk fyrir hlýorð Milla mín.

Knús til allra sem lesa bloggið mitt vibba

Vilborg Auðuns, 18.7.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ferð bara í verkalýðsfélagið þitt, sem þú einu sinni borgaðir í og spyrð þar, ef þú átt ekki rétt á bústað, þá þarf að berjast fyrir því.

Snúllan mín dettur manni nokkurn tíman í hug að rugla áður en maður gerir það, en fyrst þú ert meðvituð um það er það gott,
Vilborg mín veit í rauninni ekkert hvað þú ert að tala um, því ég hef ekki lent í svona slysi, en mínar dætur og barnabörn segja stundum að ég sé nú meiri ljóskan eða að ég sé afar hægfara og ég hlæ bara að þeim fatta hvað ég er í rauninni búin að rugla mikið og nú rugla ég bara í þér, en ég meina bara gott vill bara að þú skiljir það.
Ef fólk getur ekki umborið mann hvernig svo sem maður er þá getur það bara verið þar sem úti frýs.
Knús knús.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 14:24

5 identicon

Vilborg, bara fara að berjast og berjast af hörku,,,,,hmmm,,, þú þarft þess kannski ekki, en settu þig í startholurnar, ef þig vantar aðstoð, þá veistu hvar mig er að finna snúlla.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband