Mér langar að segja ykkur frá hvað kom fyrir mig árið 1990 4, júní kl. 2 að nóttu.
Ég var á heimleið á mínum litla bíl...... þegar stór jeppi keyrði mig í spað og ekki nóg með hann var ölvaður ökumaðurinn, samkvæmt mælingu búinn að drekka eina vodkaflösku (aðeins). Ég fór í hjartastopp og svo kurl brotnaði mjaðmagrindinni og er ég með nokkuð mörg járn í mér til að halda mér saman. Sprungur komu í hryggja liði, vinstri öxl og herðablað brotnuðu, sprungur komu í mjaðmalið. Andlitið á mér skarst illa og brotnuðu tennur og sprungur komu í kinnbeinn. Rifbeinsbrotnaði á nokkrum rifbeinum og fékk falskan lið í rifbeinin, svo auðvita fékk ég rosalegt höfuð högg. Þetta er það helsta sem brotnaði en ég lá á gjörgæslu í hálfan mánuð út úr heiminum, var svo á Grensás í eitt ár eftir þetta og svo í hálft ár ári seinna þegar var verið að gera við og lappa upp á það sem ekki gréri saman.
Að liggja á Grensás var ótrúleg lífsreynsla þar sem ég var rúmföst og ekki mátti hreyfa mig í þrjá mánuði, svo tók við að vera í hjólastól og bjuggust læknar við að í honum myndi ég vera til æviloka, en ég eftir fjóra mánuði í honum fékk ég nóg og heimtaði að fá að prófa að standa upp og eftir nokkrar vikur var Svenni sjúkraþjálfarinn minn búinn að koma mér á lappir og guð hvað ég var feginn, enn þetta var hrikalega erfiður tími. En á Grensás er frábært starfsfólk og ég man alltaf fimmtudagskvöldin þá voru bakaðar vöfflur og fékk ég að spreyta mig einu sinni rúmliggjandi að baka vöfflurnar og ég var svo stolt af mér þegar mér tókst að baka nokkrar.
Í dag er ég alltaf að drepast í vinstri hliðinni, bakið í messi, en harka bara af mér, það er vont en það venst. Ég á að nota hækjur en ég þoli þær ekki. Og ég fer áfram á ég skal, ég get þó ég þurfi að skríða þá skal ég áfram.
Sumt fólk horfir á mig og segir það er ekkert að henni, þegar maður notar ekki hjálpartæki eins og t.d. hjólastól eða hækjur(ég á víst að nota þær til að hlífa mjaðmagrindinni)
Ég var svo heppinn að eignast lítinn prins árið 1994, meðgangan var mjög erfið og var ég rúmföst síðustu mánuði meðgöngunnar en það var sko þess virði, hann er yndislegur litli prinsinn minn.
Nú læt ég þetta vera nóg í bili
kv. Lífskúnsnerinn
Flokkur: Dægurmál | 1.8.2008 | 12:49 (breytt 2.8.2008 kl. 23:50) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Vilborg mín takk fyrir að segja okkur frá þessu, vissi ég vel að eitthvað væri að en ekki hvað.
Þú ert hetja að hafa harkað þetta, þú segir bakið vera í messi, það sé vont en það venst, já er það venst það, líklegast er það rétt hjá þér allt venst ef maður er nógu bjartsýnn og reynir að lifa í gleðinni.
Að eignast drenginn þinn er Guðsgjöf, ég vill bara óska þér til hamingju með þina ákveðni og þitt líf elsku Vilborg mín og ég er stolt af því að vera bloggvina þín.
Ljós og orkukveðjur
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 17:11
Þú ert kraftaverk og heppin að vera á lífi.
Heidi Strand, 2.8.2008 kl. 17:34
Þú ert sannkölluð kraftaverkakona að vera komin þetta langt með alla þessa alvarlegu áverka. - Gangi þér jafn vel áfram, sem hingað til. -
Jákvæðni og bjartsýni er ljósið í þínu lífi, og litli drengurin þinn, til hamingju með hann.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 19:37
Þú ert sko kjarnakona ekki spurning, ekkert smá sem þú hefur lent í en dugleg með eindæmum sýnist mér á lestri pistilsins. Ég fann link á síðuna þína hjá Millu, ánægð með það því ég hef aldrei séð bloggið þitt. Gangi þér sem allra best kæra Vilborg.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 21:22
Ég er að reyna að senda þér vinabeiðni en það virkar ekki hjá mér, vilt þú reyna??
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 21:24
Takk fyrir kærlega
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 21:33
Þú ert hörkukona og ver búin að ná þer þetta vel, til hamíngku með að hafa getað eignast barn eftir þessar hörmungar. Hafðu það' sem best og gangi þer afram vel.
Kveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:00
Vilborg mín, þú ert nagli, knús á þig vinkona
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.