Mikið er búið að ganga á síðan ég bloggaði síðast. Ég fór vestur í djúp og þar var týnt um 40 ltr. af aðalbláberjum, ég er svo heppinn að hafa lent í sveit hjá yndislegum hjónum þegar ég var unglingur og hjálpuðu þau mér að týna eða réttara sagt þá týndi Ari mestan hlutann og ég sat og hreinsaði berin ásamt Freyju og Ragnheiði, enda var heilsan ekki alveg uppá það besta. Nú er búið að sulta og frysta berin............ þannig að ég á nóg af berjum á mína frægu berjatertu
Alla vikuna eftir heimkomuna af vestan var ég að drepast í maganum og kenndi því um að ég hefði borðað of mikið af berjum. Svo á föstudagkvöldið gat ég ekki meira og keyrði mér til keflavíkur til doksa og var þá alveg komin í keink, lögð inn með það sama og úrskurður læknisins var brisbólga og kominn með gulu Takk fyrir!! og ég sem var með strákinn minn einan heima og vildi nottúlega bara útskrifa mig sem fyrst. En á laugardagsmorguninn kom pabbi hans og sótti hann svo ég varð rólegri. En á mánudeginum versnaði mér og allar æðar sem átti að taka blóð úr hurfu og æðin þar sem nálin var í sprakk svo það þurfti að koma upp nýrri nál og ég var orðin einn marblettur á handleggjunum en það tókst á endanum. Þannig að ég var send í bæinn með babbúbílnum á þriðjudeginum til nánari rannsókna og þá kom í ljós að gallsteinar voru orsökin að þessu öllu saman og þeir höfðu ollið sýkingu í brisinu og voru steinarnir fjarlægði guði sé lof. En ég fékk ekkert að fara heim fyrr en 10 dögum seinna og þá búinn að fá góðan slatta af pensillíni í æð, og pælið í því ég þurfti að fá nálin í fótinn þar sem engin æð var eftir í handleggjunum á mér. En ég er kominn HEIM og það er yndislegt.....samt soltið drusluleg ennþá en það stendur til bóta. Kann ég hjúkrunar og starfsfólki HSS bestu þakkir enda voru þau frábær og komu mér aftur á lappirnar aftur. TAKK
Það sem ég á góða vini er ótrúlegt stundum skil ég ekki hvað ég verðskulda að eiga þá.... vinkona mín tók prinsinn minn í fóstur svo hann gæti stundað skólann og stóra systir mín kom alla leið frá selfossi til að heimsækja mig og fara heim að ná í föt á mig, þar sem ég ætlaði sko alls ekki að leggjast inn á spítala.
Eftir sex vikur verður svo gallblaðran tekin oooo hvað ég verð fegin þegar það er búið.
Nú má ég valla borða neitt, enga fitu og engan sykur......... enda er ég búinn að léttast slatta finn það á fötunum mínum.
Svo tveim dögum eftir að ég kom heim handleggsbraut sonur minn sig á körfuboltaæfingu. Við mæðginin erum að taka lífið með trompi núna
jæja nóg í bili kveðja Vibba
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er nú eiginlega nóg í bili, elsku Vibba mín ég á eigi til orð, en svona gerist þetta, þú talar um að þú skiljir ekki að þú verðskuldir að eiga góða vini
USS svona segir maður ekki því auðvitað áttu góða vini að því að þú ert bara frábær. Elsku snúllan mín gangi ykkur bara vel og þetta verður búið áður en þú veist af.
Kærleik og ljós til þín og prinsins
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 21:31
Takk milla mín,
Ég þakka guði fyrir vini mína og fjölskyldu því þeir hafa reynst mér ómetanlega í gegnum öll mín veikindi. Góðir vinir eru gulli betri.
kveðja Vibba
Vilborg Auðuns, 14.9.2008 kl. 21:08
Já góðir vinir og góð fjölskylda eru gullsígildi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 06:17
Elsku stelpan mín! Það er aldeilis verið að reyna á ykkur núna. Jeminn almáttugur Sendi ykkur mæðginum baráttukveðjur með von um að þið náið heilsu sem fyrst.
En ertu flutt úr Reykjavíkinni? Knús á þig
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:54
Já ég er flutt í Sandgerði sem er yndislegur lítill strandbær Takk fyrir kveðjuna og gaman að hafa hitt á þig Arna mín hér í blogg heiminum. Knús og kreist Vibba
Vilborg Auðuns, 15.9.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.