Nú er ég klædd og kominn á ról

Fór í gallblöðru aðgerð á fimmtudaginn inn á HSS og gekk það alveg svakalega vel...... 7,9,13...... gallblaðran var handónýtt og full af steinum....... líklega hefur hún verið löngu búinn að segja starfi sínu upp þessi elska. Starfsfólkið á HSS er yndislegt og takk fyrir mig.

Mér líður eins og tíuhjóla trukkur hafi keyrt yfir mig en er samt öll að hressast.  Vinkona mín kom til mín í gær og eldaði með mér þessi elska....... það var svo yndislegt að fá hana í heimsókn.

Nú sit ég fyrir framan tv og horfði á silfrið ææææ er orðin soldið þreytt á þessu jarmi........ það væri notalegra að fara út í fjárhús en að hlusta á þetta. 

Svo var ég að fara yfir greiðsluseðlana frá bönkunum í gær og halló...... ég skulda þessum bönkum ekki neitt.... lánin sem ég tók voru í gömlubönkunum....... hvað ætli smáaletrið á skuldabréfinu segi hhhmmm ætli það geri ráð fyrir að bankarnir fari á hausinn....

Litli prinsinn minn er hjá pabba sínum og fór þangað á fimmtudaginn og fékk frí á föstudeginum í skólanum og var ekkert smá glaður með það. Nú kemur hann heim í dag þessi elska og mér er sko farið að hlakka til. 

Hér kemur smá texti úr Secret:

Í stað þess að einblína á vandamál heimsins skaltu beina athygli þinni að kærleika, trausti, ást, hamingju, menntun og friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Æ gott að heyra  að allt gekk vel og að þú sért að hressast,sendi þér kærleiksknús og óskir um góðan og skjótan bata 

Líney, 2.11.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vibba mín maður er bara fljótur að jafna sig eftir svona aðgerð, sko til þess að gera, það voru 83 steinar í minni gallblöðru rosa flottir átti þá í boxi þar til þeir voru orðnir að salla.
Vonandi getið þið Líney farið fljótt í Miðhús saman og gleymdu ekki að skila kveðju.
orku og ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2008 kl. 16:52

3 identicon

Gott að allt gekk vel elsku Vilborg mín, farðu vel með þig dúlla

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband