Færsluflokkur: Dægurmál

Þá er það klukkið

Bryndís þú ert agaleg Wink

Fjögur störf sem ég hef unnið

Prentsmiðjan Edda bókband

Hótel Reykjanes

Efnaverksmiðjan Sjöfn skrifstofustúlka

Golfklúbbur Reykjavíkur

Fjórar Bíó myndir sem ég held upp á

Pretty women

Steel Magnolians

Dalalíf

Stella í orlofi

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Reykjavík

Hafnarfjörður 

Kópavogur

Sandgerði (lang besti staðurinn)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

Næturvaktin

Las Vegas

Nágrannar

Think you can dans

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Mjóifjörður í Ísafjarðar Djúpi (besti staðurinn)

Spánn

Portúgal

Danmörk

Fernt sem ég held upp á matarkyns

Nauta fondu með gráðostasósu og bökuðum kartöflum

Hamborgari með berneisósu og frönskum

Grillaður Humar með hvítlaukssósu

Ís með mikilli heitri sósu og jarðaberjum

Ég má ekkert af þessu borða núna Frown

Fjórar bækur sem ég held uppá

Nornirnar í Portobello

Secret

Óreiða á striga

Karitas  án titils

Fjórir Bloggara sem ég klukka

Björn S Lárusson frændi

Baldur Gautur Baldursson

Helga Auðuns stóra syssa mín

Jóhann Hlín frænka mín

Góða skemmtun hlakka til að sjá ykkar framlag

 

 

 

 

 

 

 


Enn eitt banaslysið

Banaslys í morgun hræðilegt, ungur maður á þrítugsaldri í blóma lífsins. Megi guð styrkja aðstandendur hans á þessum hræðilegu tímum. Það er ekkert verra en þegar ungt fólk er hrifið í burt.

Ég er lifandi

Mikið er búið að ganga á síðan ég bloggaði síðast. Ég fór vestur í djúp og þar var týnt um 40 ltr. af aðalbláberjum, ég er svo heppinn að hafa lent í sveit hjá yndislegum hjónum þegar ég var unglingur og hjálpuðu þau mér að týna eða réttara sagt þá týndi Ari mestan hlutann og ég sat og hreinsaði berin ásamt Freyju og Ragnheiði, enda var heilsan ekki alveg uppá það besta. Nú er búið að sulta og frysta berin............ þannig að ég á nóg af berjum á mína frægu berjatertu Cool

Alla vikuna eftir heimkomuna af vestan var ég að drepast í maganum og kenndi því um að ég hefði borðað of mikið af berjum. Svo á föstudagkvöldið gat ég ekki meira og keyrði mér til keflavíkur til doksa og var þá alveg komin í keink, lögð inn með það sama og úrskurður læknisins var brisbólga og kominn með gulu Takk fyrir!! og ég sem var með strákinn minn einan heima og vildi nottúlega bara útskrifa mig sem fyrst. En á laugardagsmorguninn kom pabbi hans og sótti hann svo ég varð rólegri. En á mánudeginum versnaði mér og allar æðar sem átti að taka blóð úr hurfu og æðin þar sem nálin var í sprakk svo það þurfti að koma upp nýrri nál og ég var orðin einn marblettur á handleggjunum en það tókst á endanum.  Þannig að ég var send í bæinn með babbúbílnum á þriðjudeginum til nánari rannsókna og þá kom í ljós að gallsteinar voru orsökin að þessu öllu saman og þeir höfðu ollið sýkingu í brisinu og voru steinarnir fjarlægði guði sé lof. En ég fékk ekkert að fara heim fyrr en 10 dögum seinna og þá búinn að fá góðan slatta af pensillíni í æð, og pælið í því ég þurfti að fá nálin í fótinn þar sem engin æð var eftir í handleggjunum á mér. En ég er kominn HEIM og það er yndislegt.....samt soltið drusluleg ennþá en það stendur til bóta. Kann ég hjúkrunar og starfsfólki HSS bestu þakkir enda voru þau frábær og komu mér aftur á lappirnar aftur. TAKK Wink

Það sem ég á góða vini er ótrúlegt stundum skil ég ekki hvað ég verðskulda að eiga þá.... vinkona mín tók prinsinn minn í fóstur svo hann gæti stundað skólann og stóra systir mín kom alla leið frá selfossi til að heimsækja mig og fara heim að ná í föt á mig, þar sem ég ætlaði sko alls ekki að leggjast inn á spítala.

Eftir sex vikur verður svo gallblaðran tekin oooo hvað ég verð fegin þegar það er búið.

Nú má ég valla borða neitt, enga fitu og engan sykur......... enda er ég búinn að léttast slatta finn það á fötunum mínum.

Svo tveim dögum eftir að ég kom heim handleggsbraut sonur minn sig á körfuboltaæfingu. Við mæðginin erum að taka lífið með trompi núna Woundering

jæja nóg í bili kveðja Vibba

 


Held ég sé klikkuð

Berjamó !! Nú er stefnan tekin á morgun vestur í djúp að tína ber og ég sem get varla gengið. Ætli ég fá ekki bara einhvern til að skella mér í hjólbörur og sturta mér þar sem stór berjalyng er Shocking þar mun ég sitja þangað til einhver sækir mig........ Gasp Ég ætla að tína aðalbláber sem eru bara bestu ber í heimi .

En ætla ég að byrja daginn á að horfa á leikinn ísl - spa.  spennandi vonandi gengur strákunum okkar vel Heart stórt knús til strákana og ykkar.......... segi ykkur af berja ferð á mánudaginn bæjó........

 


Strákarnir eru ÆÐI!!!!!

Ég var að horfa á leikinn áðan og vá ég hélt að hjartaáfall væri á næstunni ég var svo spennt. Og þetta var geggjaður leikur........... þeir standa sig svo sannarlega vel Smile Stórt knús til ykkar strákar þið standið ykkur vel á olympíuleikunum.

Nú ætla ég að fara og steikja kleinuhringi búinn að hnoða í þá.......... sonur minn bíður spenntur.

Eigið yndislegan dag krúttin mín..............


Krampi

Skellti mér á sálarball á laugardaginn í officeraklúbbnum, það var rosalega gaman hitti margar sem ég þekkti og svaka fjör. En eitt skyggði á ég fékk svo mikin krampa í vinstri fótin hrikalega sárt og krampinn lagaðist ekkert fyrr en á sunnudaginn þegar ég var búinn að taka slatta af lyfjum til að draga úr krampanum.......... tærnar voru upp í loftið og fóturinn lét illa að stjórn.  jæja nú þarf ég víst að fara og elda kvöldmat sonurinn er orðinn svangur......... litli prinsinn.

kv. ég 


Myndir af prinsinum mínum

�arna er prinsinn minn 8 �raPrinsinn minn er 8 ára þarna og myndin sem sést í bakgrunn gerði hann 3 ára þarna sjást listamanna hæfileikar hans greinilega.  En hann er 14 ára og hefur þvílíka hæfileika.

 

 

 

 

 

 

 

 

103-0377_IMG_2

Hérna sést hann þegar hann var hringaberi. Rosalega flottur, hann vildi helst ekki fara úr þessum fötum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frey�iba� Þetta finnst honum æðislegt, að fara í gott freyðibað.

 

 

 

 

 

 

 

Litli prinsinn minn 13 �raÞarna er prinsinn 13 ára.

 

 

 

 

 

 

 

vinirnirGrettu mynd af vinunum. 

Teddi, Haraldur og Lalli.

 

 

 

 

 

 

ferming Ferming, litli prinsinn kominn í fullorðinna mannatölu.

Barnsfaðir minn Guðmundur yndislegur maður.

Theodór Már orðin stærri en mamma.

Og litla mamman ég. (er aðeins 186 á hæð)

 

 

 

 

kv. Vibba litla Cool


Ljóskan

Þessi er alltaf sígildur.

Hvað sagði ljóskan þegar hún sá cerrios FootinMouth

Vá fullt af kleinuhringja fræjum Cool

......................................................................................

Af hverju hafa Hafnfirðingar hjól við rúmið FootinMouth

Til þess þeir þurfi ekki að labba í svefni Cool

......................................................................................

Hvað sagði ég þegar ég sá fyrstu DVD myndina FootinMouth

NEI textað fyrir blinda  Cool ég er nefnilega soldið orð heppinn eða hitt og... er nefnilega ljóshærð


Hvað kom fyrir mig

Mér langar að segja ykkur frá hvað kom fyrir mig árið 1990 4, júní kl. 2 að nóttu.

Ég var á heimleið á mínum litla bíl...... þegar stór jeppi keyrði mig í spað og ekki nóg með hann var ölvaður ökumaðurinn, samkvæmt mælingu búinn að drekka eina vodkaflösku (aðeins). Ég fór í hjartastopp og svo kurl brotnaði mjaðmagrindinni og er ég með nokkuð mörg járn í mér til að halda mér saman. Sprungur komu í hryggja liði, vinstri öxl og herðablað brotnuðu, sprungur komu í mjaðmalið. Andlitið á mér skarst illa og brotnuðu tennur og sprungur komu í kinnbeinn. Rifbeinsbrotnaði á nokkrum rifbeinum og fékk falskan lið í rifbeinin, svo auðvita fékk ég rosalegt höfuð högg.  Þetta er það helsta sem brotnaði en ég lá á gjörgæslu í hálfan mánuð út úr heiminum, var svo á Grensás í eitt ár eftir þetta og svo í hálft ár ári seinna þegar var verið að gera við og lappa upp á það sem ekki gréri saman. 

Að liggja á Grensás var ótrúleg lífsreynsla þar sem ég var rúmföst og ekki mátti hreyfa mig í þrjá mánuði, svo tók við að vera í hjólastól og bjuggust læknar við að í honum myndi ég vera til æviloka, en  ég eftir fjóra mánuði í honum fékk ég nóg og heimtaði að fá að prófa að standa upp og eftir nokkrar vikur var Svenni sjúkraþjálfarinn minn búinn að koma mér á lappir og guð hvað ég var feginn, enn þetta var hrikalega erfiður tími. En á Grensás er frábært starfsfólk og ég man alltaf fimmtudagskvöldin þá voru bakaðar vöfflur og fékk ég að spreyta mig einu sinni rúmliggjandi að baka vöfflurnar og ég var svo stolt af mér þegar mér tókst að baka nokkrar.

Í dag er ég alltaf að drepast í vinstri hliðinni, bakið í messi,  en harka bara af mér, það er vont en það venst. Ég á að nota hækjur en ég þoli þær ekki. Og ég fer áfram á ég skal, ég get þó ég þurfi að skríða þá skal ég áfram.

Sumt fólk horfir á mig og segir það er ekkert að henni, þegar maður notar ekki hjálpartæki eins og t.d. hjólastól eða hækjurBlush(ég á víst að nota þær til að hlífa mjaðmagrindinni)

Ég var svo heppinn að eignast lítinn prins árið 1994, meðgangan var mjög erfið og var ég rúmföst síðustu mánuði meðgöngunnar en það var sko þess virði, hann er yndislegur litli prinsinn minn.

Nú læt ég þetta vera nóg í bili

kv. Lífskúnsnerinn 

 


Kominn heim í heiðardalinn.

Nú er ég búinn að fara hringinn, og auðvita prófaði ég sundlaugar landsins. Og verð að segja að sundlaugamál landsins eru að komast í gott horf. Ég er lífskúnstner sama sem öryrki..... vinstri fóturinn minn hefur sjálfstæðan vilja og ég komst að því að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri, laugin á Egilsstöðum og sundlaug Akureyrar eru komnar með frábært aðgengi fyrir aumingja eins og mig Happy Ég fór af stað frá Sandgerði með tjaldið í skotinu og margt fleira...... hélt mig vera svo svakalega góða í skrokknum að ég gæti auðveldlega sofið í tjaldi en komst að því að tjald er ekki fyrir aumingja eins og mig. Svo ég kannaði hvort við öryrkjar fengjum nú ekki afslátt á gistingum í svefnpokaplássi ÓNEI við skulum sko bara borga fullt verð... TAKK FYRIR og fyrir mig sem er með 132 þús. á mánuði er lítið val....... í tjaldið skildi fara. Og sonur minn þurfti að standa í því að toga mömmu sína upp.  Og við öryrkjar höfum ekki einu sinni aðgang að sumarbústöðum....... við eigum bara að hanga heima hjá okkur og bora í nefið......

Mér langar í frí eins og öllum öðrum íslendingum.

Svo vantar mig nýtt bak, haus og fót, sko vinstri.

Hausinn minn ruglar stundum........ um daginn hélt sonur minn að ég væri komin með alsheimer eins og amma mín...... gæti verið. En líklegri skýring er að ég fékk rosalegt höfuð högg þegar ég lenti í Bílslysinu 1990. Rekja má margt til þess, þar sem ég rugla hreinlega stundum og geri hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug fyrir slys....... og þá langar mig virkilega að kála mér. Crying

Kveðja Lífskúnstnerinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband