Kvef og meira kvef

Nú er ég að slást við kvefpestina, með tilheyrandi penselíni og mixtúrum..... því ég ætla mér að vera orðin góð á föstudaginn, því þá er stefnan tekin á Hornafjörð .... Humarhátíð hér ég kem. Hef aldrei farið en alltaf langað. HeartVið systurnar ætlum að reyna að vera í samfloti, hún á sko engan smá húsbíl. En ég og sonur minn verðum í litlu fínu tjaldi, bara gaman................. svo ætlum við að halda áfram til Egilsstaða og tjalda í Atlavík, vera þar jafnvel í nokkra daga................ svo munum við halda áfram út í óvissuna............. skoða fallega landið okkar sem er svo yndislegt. Svo munum við enda í Ísafjarðardjúpi það er sko fallegasti staður á landinu.

Jæja það víst best að halda áfram að láta sér batna með flýti,

adios Wink

Ps: óska eftir frábæru veðri á leiðinni  


Sumt af þessu hef ég ekki en lært, en er að læra

Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning,  skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást.

Heart


Hæhó það er kominn 17. júní ...... til hamingju íslendingar

Hér kemur einn djókari sem ég fann á netinu......

Jói Fel fann upp tertu  sem dregur úr kynlífslöngun kvenna um heil 90% og tertan er kölluð  

BRÚÐARTERTAGrin

Góður en ekki sannur .......... 


Framhjáhald

Nú er grein á www.visir.is um framhjáhald kvenna og segir þar að 23% giftra kvenna haldi framhjá maka sínum........... mig skal ekki undra ef giftir karlmenn eru svona latir að þeir nenna ekki kynlífi (sjá grein á www.mbl.is um leti giftra karlmanna í kynlífi). Nú held ég að gift fólk ætti að kíkja í sinn eigin barm og reyna að lappa upp á tilhugalíf Heartsitt, áður en farið er upp í rúm hjá næsta gæja. ath!! hvað ef þær skilja og giftast þessum, verður hann þá ekki jafn latur og fyrri eiginmaður í rúminu þegar spennan er farin ???????

En og aftur mikið er ég fegin að vera ekki gift.......... því þetta er nú meira vesenið á þessu gifta liði.... Cool

 


Lækkun gjalda á eldsneyti ??

Nú hrópar fólk á lækkun eldsneytis......... og hverjir eiga að lækka?? eru það stjórnvöld eða olíufélögin ??

Að mínu mati eiga olíufélögin að lækka en ekki stjórnvöld......... við verðum að fá þessar tekjur inn í kassann til að viðhalda vegum landsins sem eru víða mjög bágbornir þó þeir hafi nú lagast með árunum.

Og ef stjórnvöld myndu lækka álögur tímabundið hvenær á þá því tímabili að ljúka ?? og verður þá ekki allt vitlaust í þjóðfélaginu.  

Lækkun gjalda þarf að grandskoða og engar skyndilausnir, því þær bjarga engu.

Látum ljós og okkar skína :) 


Karlmenn nenna ekki

Nú er það vísindalega sannað að karlmenn nenna ekki að stunda kynlíf......... allt dettur þeim í hug að kanna. Nú hljóta eigendur dótabúða að kætast því þeirra sala hlýtur að vaxa. Konur verða að eignast dótakassa fyrst karlarnir eru orðnir svona latir.......... þetta er náttúrlega ekkert nema leti.

40% karla í hjónabandi þurfa orðið Viagra til að koma sér til........ mikið er ég heppinn að vera ekki gift Wink

Svo segja þeir í fréttinni að þetta sé að hluta til vegna vinnuálags......... kaupi það ekki.

Giftar konur skrúfið  niður í ofnum og takið rafmagnið af, þá gerist örugglega eitthvað spennandi í svefnherberginu.


Blogg á mbl

Góðan daginn.............

Hvað skal segja á þessum yndislega degi, degi barnsins, þegar sólin skín og lognið er mismikið að flýta sér.

Ég vona að börn landsins hafi átt góðan dag Smile ég hef reynt að gera daginn góðan fyrir litla strákinn minn.

Held ég segi þetta gott sem fyrsta blogg.

Látum ljós okkar skína 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband