Framhjáhald

Nú er grein á www.visir.is um framhjáhald kvenna og segir þar að 23% giftra kvenna haldi framhjá maka sínum........... mig skal ekki undra ef giftir karlmenn eru svona latir að þeir nenna ekki kynlífi (sjá grein á www.mbl.is um leti giftra karlmanna í kynlífi). Nú held ég að gift fólk ætti að kíkja í sinn eigin barm og reyna að lappa upp á tilhugalíf Heartsitt, áður en farið er upp í rúm hjá næsta gæja. ath!! hvað ef þær skilja og giftast þessum, verður hann þá ekki jafn latur og fyrri eiginmaður í rúminu þegar spennan er farin ???????

En og aftur mikið er ég fegin að vera ekki gift.......... því þetta er nú meira vesenið á þessu gifta liði.... Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Vilborg og velkomin í minn blogghóp, já þú segir nokkuð með að þú sért fegin að vera ekki gift, það er stór kostur út af fyrir sig.
Ég er ekki gift, en hef afnot af manni og hann af mér.
Það gengur ágætlega á meðan ekki eru gerðar kröfur og virðing höfð í fyrirrúmi.
                      Kveðjur til þín 
                        Milla.

ps. Ertu að vestan?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Vilborg Auðuns

Að vestan spyrðu............. ég á miklar taugar til djúpsins því þar var ég í sveit sem barn og fer þangar hvenær sem tækifæri gefst.

Annars bý ég í Sandgerði, besti staður í heimi. 

Vilborg Auðuns, 4.6.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Vilborg sá það á myndunum að þú værir eitthvað með rætur vestur.
þekkjumst við þá úr Sandgerði ? eða flytur þú eftir að ég fer þaðan?
Sandgerði er góður staður, þar ól ég upp mín börn og hafa þau ekki borið neinn skaða af því síður en svo, við Silla áttum heima rétt hjá hvor annarri. Það var gott að ala upp börnin sín þarna og það voru líka uppgripatímar, mannlífið afar gott og börnin bara að leika sér í heiðinni allan daginn.
                                        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband