Nú er að koma að því, gallblöðruaðgerð á morgun. Og mér er byrjað að kvíða fyrir, ég hef farið í margar aðgerðir og mér kvíðir alltaf jafn mikið fyrir. Svo á ég eftir að fara í aðra aðgerð í endann nóvember mikið verð ég fegin þegar þetta brölt mitt verður búið.
Ég vaknaðu kl. 7 í morgun fékk mér sheikinn minn og dreif mig í sund um áttaleitið og það var yndislegt, laugin hér í Sandgerði er dásamleg. En mikið ósköp er ég syfjuð núna.... langar mest að skríða upp í rúm. En ég þarf að fara út og þrífa gluggana því ég hætt að sjá út seltan er svo mikil. Svo ætla ég að skella mér í Miðhús á eftir og föndra eitthvað.... reyna að dreifa huganum. Svo á ég að mæta í mælingu um fjögurleitið, það verður spennandi skildi ég eitthvað hafa grennst. í síðustu mælingu hafði ég grennst um kíló og 33 cm. var ekkert smá stolt af mér.
Ég fór að versla um daginn og mikið rosalega hefur verð á matvælum hækkað og þá var ekki búið að bæta þessum 6% við.............sem mun pottþétt fara út í verðlagið. Hvers eigum við að gjalda almenningur í landinu.
Kærleiksknús til allra sem lesa þetta litla blogg mitt.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku stelpan þetta verður búið áður en þú veist af og ég held bara að þú sért rosa dugleg. Miðhús næst er þú ferð þangað þá bið ég að heilsa fólkinu.
ég þekki alla þarna og einu sinni, eða 1992 var ég að hugsa um kaffi fyrir unglingana mína í Miðhúsum, kallaði þau alltaf unglingana mína.
Knús til þín ljúfust og gangi þér vel.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 20:32
Ha fara í Miðhús? Er það ekki bara fyrir þá sem þar búa?
Æ já skil kvíðahnútin hjá þér,alltaf smeyk þegar ég þarf að fara í eitthvað svona,farðu bara vel með þig og reyndu að hugsa um eitthvað skemmtilegt...knús á þig
Líney, 29.10.2008 kl. 20:35
Miðhús er fyrir alla konur og karla sem eru komin á unglingaaldurinn og eða eru öryrkjar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 20:41
Engin sagt mér það fyrr en núna,mig vantar svo félagsskap
Líney, 29.10.2008 kl. 20:55
Milla varst þú að vinna í Miðhúsum ég hef stundum leyst hana Erlu perlu af í eldhúsinu..... Ég leigði af dóttur hennar Kollu upp á uppsalavegi og þá kynntist ég henni og hún dró mig út úr húsi og í föndrið og að bjargaði alveg minni sálarheill að komast inn um svona yndislegt fólk.
Kærleiksknús til þín Milla mín
Líney Þú verður að koma í Miðhús þú myndir örugglega fíla þig í tætlur, ég var á námskeiði þar um daginn í postulínsmálun.... og athugaðu föndur kennslan kostar ekki neitt. Miðhús eru opin á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 13 - 16. Svo á fimmtudagsmorgun frá 10-12 er perluklúbbur starfandi.
Hlakka til að sjá þig í Miðhúsum....
Kærleiksknús til þín Líney mín
Vilborg Auðuns, 29.10.2008 kl. 20:57
Ég held að ég sé ekki að skrökva spurðu bara eða bara mættu á staðinn.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 20:58
Þú verður að taka mig með einhvern daginn,ekki sjens að ég labbi bara sí sona þangað inn,knús
Nógu erfitt var að fara á námskeiðið í Nýrri vídd,leirinn,þekkti engan, fyrrv nágranni þinn dró mig þangað
Líney, 29.10.2008 kl. 21:07
Já ég skal sko draga þig með mér Líney ekki spurning.
kíktu svo á www.123.is/hvot þetta er heimasíða kvenfélagsins og okkur langar alveg rosalega til að fá þig með okkur..... og það er hrikalega gaman hjá okkur.
Kærleiksknús til þín
Vilborg Auðuns, 29.10.2008 kl. 22:07
Já Vibba mín ég var að vinna í Miðhúsum og það var sko fjör á bæ, sungið, spilað og föndrað. Og þú verður að draga Líney með þér. kærleik til kollu, mamma hennar var vinkona mín.
Knús og góðan bata. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 07:09
Hugsa til þín í dag,vona að allt gangi vel,knús
Líney, 30.10.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.